Páll Pétursson fæddist 17. mars 1937 á Höllustöðum í Blöndudal, A-Hún. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Pétursson, f. 1905, d. 1977, og Hulda Pálsdóttir, f. 1908, d. 1995. Páll lauk námi við Menntaskólann á Akureyri 1957 og hóf búskap á Höllustöðum

Páll Pétursson fæddist 17. mars 1937 á Höllustöðum í Blöndudal, A-Hún. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Pétursson, f. 1905, d. 1977, og Hulda Pálsdóttir, f. 1908, d. 1995.

Páll lauk námi við Menntaskólann á Akureyri 1957 og hóf búskap á Höllustöðum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan héraðs, sat í hreppsnefnd Svínavatnshrepps og var formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og kom að stofnun Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi. Hann var einnig formaður Hrossaræktarsambands Íslands.

Páll var alþingismaður 1974-2003. Hann var formaður þingflokks Framsóknarmanna 1980-1994 og var kosinn til starfa í fjölda nefnda á vegum Alþingis, sat í Norðurlandaráði 1980-1991 og var í tvígang forseti ráðsins. Þá var hann fyrsti formaður Vestnorræna ráðsins. Páll sat í flugráði og í stjórn Landsvirkjunar. Páll var félagsmálaráðherra í tvö kjörtímabil 1995-2003.

Fyrri eiginkona Páls var Helga Ólafsdóttir, f. 1937, d. 1988. Börn þeirra eru þrjú. Seinni eiginkona Páls er Sigrún Magnúsdóttir, f. 1944, fv. ráðherra, búsett í Reykjavík.

Páll lést 23. nóvember 2020.