Dúó Helga og Rúnar.
Dúó Helga og Rúnar.
Rúnar Óskarsson klarinettleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika í Norður­ljósum í Hörpu á morgun, sunnudaginn 17. mars, kl. 16 en þeir eru hluti af tónleikadagskrá Sígildra sunnudaga

Rúnar Óskarsson klarinettleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika í Norður­ljósum í Hörpu á morgun, sunnudaginn 17. mars, kl. 16 en þeir eru hluti af tónleikadagskrá Sígildra sunnudaga. Rúnar og Helga munu leika fjölbreytta efnisskrá sem samanstendur af þremur ­norrænum verkum frá 20. öld auk sónötu eftir Johannes Brahms.

Um efnisskrána segir í tilkynningu: „Norrænu verkin eru af ólíkum toga, þó að hugsanlega megi greina þar einhvern samnorrænan þráð eða hljóm. Elsta verkið er frá 1978 eftir finnska tónskáldið og hljómsveitarstjórann Esa-Pekka Salonen og það nýjasta er Sónatína eftir Áskel Másson frá árinu 1998. Þriðja norræna verkið er stutt fantasía eftir Norðmanninn Olav Berg. Eftir hlé verður leikin sónata í Es dúr eftir Brahms.“