Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Snorri Másson á ritstjori.is hefur orðið: „Eins og síðustu áratugi voru þessar kjaraviðræður ekki bara á milli atvinnurekenda og launþega, heldur var ríkisvaldið þriðji aðilinn, þótt í orði kveðnu og held ég í lögunum eigi þetta ekki að vera svoleiðis. En þetta er svoleiðis.

Snorri Másson á ritstjori.is hefur orðið: „Eins og síðustu áratugi voru þessar kjaraviðræður ekki bara á milli atvinnurekenda og launþega, heldur var ríkisvaldið þriðji aðilinn, þótt í orði kveðnu og held ég í lögunum eigi þetta ekki að vera svoleiðis. En þetta er svoleiðis.

Í þetta sinn féllst ríkisvaldið á að leggja til 80 ma.kr. til að atvinnurekendur og launþegar gætu komist að samkomulagi […] Eina lausnin í vinnudeilum á „frjálsum markaði“ er sífellt stærra ríkisvald, sem er þá í rauninni að borga hluta launanna fyrir atvinnulífið?“

Snorri vitnar í Morgunblaðið um snaraukin ríkisútgjöld önnur, t.d. 60 ma.kr. vegna Grindavíkur, 15-30 milljarða í „Þjóðarhöll“ og 80 ma.kr. í kjarasamninga, allt í allt 156 ma.kr. á næstu fjórum árum og nýir kosningavíxlar birtast daglega. „Hver ætlar að borga fyrir þetta? Þú! Með hærri sköttum, eins og alltaf.“

Hann rifjar upp nýjasta skattinn, „tímabundið forvarnargjald eins og það var kallað – m.a. til að fjármagna varnargarða í Grindavík. Nú þegar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er í Silfrinu að ræða útgjöld ríkissjóðs – nefnir hann forvarnargjaldið og allt í einu er það hætt að hljóma mjög tímabundið.

Já, þetta minnir okkur á að ekkert er varanlegra en tímabundnar skattahækkanir.“