Svíar draga úr áfengisneyslu.
Svíar draga úr áfengisneyslu.
Áfengisneysla í Svíþjóð dróst saman á síðasta ári um 2,7% frá árinu á undan. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur á milli ára frá árinu 2014 ef undan er skilið árið 2020 þegar covid-19-faraldurinn geisaði

Áfengisneysla í Svíþjóð dróst saman á síðasta ári um 2,7% frá árinu á undan. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur á milli ára frá árinu 2014 ef undan er skilið árið 2020 þegar covid-19-faraldurinn geisaði.

Sérfræðingar sögðu við AFP-fréttastofuna að versnandi efnahagsástand hefði greinilega haft áhrif á áfengisneyslu en landsframleiðsla í Svíþjóð dróst saman um 0,3% á síðasta ári.