Handknattleikskonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska hafa skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV og verða þær því áfram hjá Vestmannaeyjafélaginu. Eru þær pólskar og komu báðar til ÍBV árið 2019 og hafa leikið með liðinu við góðan orðstír

Handknattleikskonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska hafa skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV og verða þær því áfram hjá Vestmannaeyjafélaginu. Eru þær pólskar og komu báðar til ÍBV árið 2019 og hafa leikið með liðinu við góðan orðstír.

Enska knattspyrnufélagið Liverpool tilkynnti í gær að skrifað hefði verið undir langtímasamning við Jayden Danns. Í síðasta mánuði spilaði Danns sinn fyrsta úrvalsdeildarleik þegar hann kom inn á í leik gegn Luton. Hann skoraði tvö mörk í sigri Liverpool á Southampton í bikarkeppninni.

Nick Pope, markvörður Newcastle United, hefur verið frá keppni vegna meiðsla frá því í desember og verður enn um sinn. Pope meiddist alvarlega á öxl og hefur verið sárt saknað þar sem Newcastle hefur fengið á sig 48 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa. Pope verður ekki klár í slaginn fyrr en í fyrsta lagi í apríl.