Milljarðar þjást af taugasjúkdómum
Milljarðar þjást af taugasjúkdómum
Sjúkdómar sem hafa áhrif á taugakerfið, svo sem heilablóðfall, mígreni og elliglöp, hafa aukist verulega á síðustu áratugum og eru nú algengustu sjúkdómar sem hrjá mannkynið, að því er kemur fram í nýrri umfangsmikilli rannsókn á vegum bandarísku…

Sjúkdómar sem hafa áhrif á taugakerfið, svo sem heilablóðfall, mígreni og elliglöp, hafa aukist verulega á síðustu áratugum og eru nú algengustu sjúkdómar sem hrjá mannkynið, að því er kemur fram í nýrri umfangsmikilli rannsókn á vegum bandarísku stofnunarinnar Health Metrics and Evaluation

Samkvæmt rannsókninni þjást yfir 3,4 milljarðar manna, eða um 43% mannkynsins, af taugasjúkdómum, mun fleiri en áður var talið. Tilfellum þessara sjúkdóma hefur fjölgað um 59% á síðustu þremur áratugum og er ástæðan einkum sú að þjóðir heims eru að eldast og fólki fjölgar hratt.

Hjartasjúkdómar eru þó sem fyrr algengasta dánarorsökin en áætlað er að 19,8 milljónir manna hafi látist af völdum þeirra árið 2022.