Stjórnandi Magnús Ragnarsson stýrir söngsveitinni Fílharmóníu.
Stjórnandi Magnús Ragnarsson stýrir söngsveitinni Fílharmóníu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngsveitin Fílharmónía ­flytur Stabat Mater eftir Antonín Dvorak annað kvöld, 17. mars, kl. 20 í Langholtskirkju, ásamt einsöngvurum, þeim Hallveigu Rúnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Gissuri Páli Gissurarsyni og Oddi Arnþóri Jónssyni

Söngsveitin Fílharmónía ­flytur Stabat Mater eftir Antonín Dvorak annað kvöld, 17. mars, kl. 20 í Langholtskirkju, ásamt einsöngvurum, þeim Hallveigu Rúnarsdóttur, Hildigunni Einarsdóttur, Gissuri Páli Gissurarsyni og Oddi Arnþóri Jónssyni. Elena Postumi leikur á píanó. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Verkið er eitt það þekktasta sem Dvorak samdi í sinni tíð, skrifað árið 1876. Segir í tilkynningu að hann hafi þá misst þrjú börn sín ung úr veikindum og talið er að sá mikli missir hafi verið honum innblástur við tónsmíðarnar.

Á tónleikunum verður einnig flutt nýtt kórverk eftir úkraínskt tónskáld, Natali Tsupryk, samið við ljóð Serhiys Zadans og hluta af ræðu Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, sem hann flutti við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Verkið tjáir samstöðu með íbúum Úkraínu og er um leið hvatning til kóra til að koma saman og syngja með þeim sem eru á flótta vegna átaka í heimalöndum sinum, eins og segir í tilkynningu. Miðar fást á tix.is.