— Morgunblaðið/Eggert
Vel fór á með Vigdísi Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, og forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid við opnun sýningar í gær um ævi og störf Vigdísar í Loftskeytahúsinu við Suðurgötu. Með þeim á myndinni er Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

Vel fór á með Vigdísi Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, og forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid við opnun sýningar í gær um ævi og störf Vigdísar í Loftskeytahúsinu við Suðurgötu. Með þeim á myndinni er Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Sýningin verður opnuð almenningi frá og með deginum í dag, milli kl. 12 og 16. Jafnframt er boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Veröld – húsi Vigdísar, þar skammt frá.

Á sýningunni er leitað svara við því hvað varð til þess að Vigdís varð fyrsta konan í heiminum til að verða kjörin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum. Sýndir eru t.d. munir, föt, bréf, myndir og skjöl, margt úr fórum Vigdísar.