Ísland Íslenska liðið fagnar í 2:1-heimasigrinum á Tékklandi.
Ísland Íslenska liðið fagnar í 2:1-heimasigrinum á Tékklandi. — Morgunblaðið/Eyþór
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta, valdi einn nýliða í hópinn fyrir útileikinn gegn Tékklandi 26. mars næstkomandi í undankeppni EM. Daníel Freyr Kristjánsson, bakvörður danska liðsins Midtjylland, er í hópnum í…

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta, valdi einn nýliða í hópinn fyrir útileikinn gegn Tékklandi 26. mars næstkomandi í undankeppni EM. Daníel Freyr Kristjánsson, bakvörður danska liðsins Midtjylland, er í hópnum í fyrsta skipti en hann spilaði einn leik með Stjörnunni í efstu deild þegar hann var kornungur. Hann hefur leikið 17 leiki fyrir U19 ára landsliðið. Hópinn má nálgast á mbl.is/sport/efstadeild.