Heiðraðir Salonen og Rodgers.
Heiðraðir Salonen og Rodgers. — AFP/Chris Delmas and Michael Tran
Nile Rodgers og Esa-Pekka Salonen hljóta sænsku tónlistarverðlaunin Polar í ár. Bandaríkjamaðurinn Nile Rodgers er verðlaunatónskáld, upptökustjóri, gítarleikari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Chic

Nile Rodgers og Esa-Pekka Salonen hljóta sænsku tónlistarverðlaunin Polar í ár.

Bandaríkjamaðurinn Nile Rodgers er verðlaunatónskáld, upptökustjóri, gítarleikari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Chic. Hann hélt tónleika með Chic í Silfurbergi Hörpu árið 2013. Finninn Esa-Pekka Salonen er virtur hljómsveitarstjóri og tónskáld. Salonen hefur unnið með íslenskum tónlistarmönnum á borð við Önnu Þorvaldsdóttur, Sigur Rós, Daníel Bjarnason og Víking Heiðar Ólafsson.

Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Björk, Paul McCartney, Sting, Yo-Yo Ma, Önnu Netrebko, Evelyn Glennie, Metallica, Patti Smith, Pink Floyd, Keith Jarret, Bob Dylan og B.B. King.