Fyrirliði Glódís Perla og stöllur eru áfram í 15. sæti styrkleikalistans.
Fyrirliði Glódís Perla og stöllur eru áfram í 15. sæti styrkleikalistans. — Morgunblaðið/Eggert
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er áfram í 15. sæti styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í gær. Íslenska liðið hefur verið í 14.-16. sæti undanfarna mánuði en Ítalía er í sætinu fyrir ofan og Noregur í sætinu fyrir neðan

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er áfram í 15. sæti styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í gær. Íslenska liðið hefur verið í 14.-16. sæti undanfarna mánuði en Ítalía er í sætinu fyrir ofan og Noregur í sætinu fyrir neðan. Heimsmeistarar Spánar eru sem fyrr í toppsætinu og Evrópumeistarar Englands koma þar á eftir. Frakkland er í þriðja sæti. Bandaríkin eru fallin niður í fjórða sæti og hafa aldrei verið neðar.