Riken Yamamoto
Riken Yamamoto
Hinn japanski Riken Yamamoto hlaut nýverið Pritzker-verðlaunin, sem eru æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir arkitektúr og kölluð Nóbelinn í því fagi. Í frétt The New York Times um verðlaunin segir að Yamamoto hafi verið verðlaunaður fyrir hógværa…

Hinn japanski Riken Yamamoto hlaut nýverið Pritzker-verðlaunin, sem eru æðstu verðlaun sem veitt eru fyrir arkitektúr og kölluð Nóbelinn í því fagi. Í frétt The New York Times um verðlaunin segir að Yamamoto hafi verið verðlaunaður fyrir hógværa hönnun sem veiti innblástur til félagslegra tengsla og gagnsæi bæði í bókstaflegri og í óeiginlegri merkingu.

„Sama hvort hann hannar hús í einkaeigu eða innviði ætlaða almenningi, skóla eða slökkviliðsstöðvar, ráðhús eða söfn, þá er hin sameiginlega og félagslynda vídd alltaf til staðar,“ segir í umsögn dómnefndar. „Stöðug, vönduð og traust umhyggja hans fyrir samfélaginu hefur getið af sér kerfi almannarýma sem hvetja fólk til að koma saman á ólíka máta,“ segir þar jafnframt.