Smárinn Dedrick Basile úr Grindavík sækir að körfu Valsmanna í gærkvöldi. Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, fyrirliði Vals, er til varnar.
Smárinn Dedrick Basile úr Grindavík sækir að körfu Valsmanna í gærkvöldi. Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, fyrirliði Vals, er til varnar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grindavík vann sinn tíunda sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 98:67-heimasigur á Val í lokaleik 20. umferðarinnar í gærkvöldi. Með sigrinum fór Grindavík upp í 28 stig og eru grannarnir í Grindavík, Keflavík og Njarðvík nú allir jafnir með 28 stig

Grindavík vann sinn tíunda sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið gerði sér lítið fyrir og vann 98:67-heimasigur á Val í lokaleik 20. umferðarinnar í gærkvöldi.

Með sigrinum fór Grindavík upp í 28 stig og eru grannarnir í Grindavík, Keflavík og Njarðvík nú allir jafnir með 28 stig. Valur er enn í toppsætinu með 32 stig og á góðri leið með að landa deildarmeistaratitlinum, þrátt fyrir slæmt tap í gær.

Svo virðist sem ástandið í Grindavík hafi þjappað liðinu saman og hefur liðið búið til vígi á nýjum heimavelli í Kópavogi. Með sigrinum í gær sendu Grindvíkingar skýr skilaboð þess efnis að þeir ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og gæti liðið verið að toppa á hárréttum tíma.

Dedrick Basile skoraði 24 stig og tók tíu fráköst fyrir Grindavík. DeAndre Kane gerði 20 stig. Kristinn Pálsson skoraði 18 fyrir Val.