Leikstjórinn Doug Liman.
Leikstjórinn Doug Liman. — AFP/Michael loccisano
Endurgerð Jake Gyllenhaal fer í fötin hans Patricks heitins Swayzes (ef svo má að orði komast, persónan kunni best við sig ber að ofan) í endurgerð hasarmyndarinnar Road House frá 1989. Umtalið um myndina hefur til þessa mest snúist um það hversu…

Endurgerð Jake Gyllenhaal fer í fötin hans Patricks heitins Swayzes (ef svo má að orði komast, persónan kunni best við sig ber að ofan) í endurgerð hasarmyndarinnar Road House frá 1989. Umtalið um myndina hefur til þessa mest snúist um það hversu vel Gyllenhaal tekur sig út skyrtulaus, auk þess sem leikstjórinn, Doug Liman, hefur hjólað í framleiðandann, Amazon, fyrir að henda ræmunni beint inn á streymisveitu sína, Prime Video, frá og með 21. mars í stað þess að gefa henni tækifæri í bíó. „Þetta er frábær mynd, mögulega mín besta,“ sagði hann við Deadline. Í mótmælaskyni mun Loman ekki mæta á frumsýninguna á South by Southwest-hátíðinni.