Myndlistarsýning „Enginn efniviður er Borghildi óviðkomandi.“
Myndlistarsýning „Enginn efniviður er Borghildi óviðkomandi.“
Sýning með yfirskriftinni Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardaginn 16. mars, kl. 15. Um er að ræða yfirlitssýningu yfir listferil Borghildar Óskarsdóttur (f

Sýning með yfirskriftinni Borghildur Óskarsdóttir: Aðgát verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardaginn 16. mars, kl. 15. Um er að ræða yfirlitssýningu yfir listferil Borghildar Óskarsdóttur (f. 1942), en hann spannar um sex áratugi og hún er enn að.

„Á sýningunni Aðgát er varpað ljósi á frjóan og margþættan feril Borghildar, listnálgun og verk, en samhliða sýningunni er gefin út vönduð bók þar sem verk hennar eru sett í samhengi við listir og fræði, sögu og samtíma,“ segir í tilkynningu.

„Borghildur vinnur verk sín í fjölbreytilega miðla listsköpunar; grafík, teikningu, texta, málverk, höggmyndir, ljósmyndun, vídeó, hljóð, bókverk, innsetningar, gjörninga og þannig mætti telja áfram. Enginn efniviður eða leið til framsetningar myndverka er Borghildi óviðkomandi.“

Aðgát er sögð fjölbreytt og yfirgripsmikil sýning sem er afrakstur rannsóknarvinnu Aðalheiðar Lilju Guðmundsdóttur, sem jafnframt er sýningarstjóri. Sýningin stendur til 9. júní.