Popp Zara Larsson mun trylla lýðinn með söng sínum í Eldborg í kvöld.
Popp Zara Larsson mun trylla lýðinn með söng sínum í Eldborg í kvöld. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hin heimsfræga sænska söngkona Zara Larsson heldur stórtónleika í kvöld í Hörpu. Hún var kornung þegar hún ákvað hvað hún ætlaði að gera við líf sitt. „Ég vildi verða poppstjarna og skemmta fólki. Ég elska að syngja og eyddi tíu þúsund klukkutímum…

Hin heimsfræga sænska söngkona Zara Larsson heldur stórtónleika í kvöld í Hörpu. Hún var kornung þegar hún ákvað hvað hún ætlaði að gera við líf sitt.

„Ég vildi verða poppstjarna og skemmta fólki. Ég elska að syngja og eyddi tíu þúsund klukkutímum fyrir framan spegilinn þegar ég var lítil að æfa mig eins og ég stæði á sviði fyrir framan fjöldann,“ segir hún í viðtali í Sunnudagsblaðinu.

„Það er skemmtilegast í heimi að þykjast vera á sviði og það eina sem toppar það er að vera raunverulega á sviði,“ segir Zara og lofar góðri skemmtun í kvöld. „Þetta verður stórkostlegt „show“! Ég kem með stelpurnar mínar, dansara og hljómsveit. Það verður mikið um búningaskipti og ég get lofað miklu sjónarspili og góðri skemmtun.“