85 ára verður á morgun 17. mars, á degi heilags Patreks, Jón Adólf Guðjónsson fyrrverandi bankastjóri. Hann er fæddur og uppalinn á Stokkseyri og ólst þar upp. Starfsmaður Búnaðarbanka Íslands var hann í 33 ár, fyrst sem forstöðumaður hagdeildar og síðar bankastjóri í 18 ár

85 ára verður á morgun 17. mars, á degi heilags Patreks, Jón Adólf Guðjónsson fyrrverandi bankastjóri.

Hann er fæddur og uppalinn á Stokkseyri og ólst þar upp. Starfsmaður Búnaðarbanka Íslands var hann í 33 ár, fyrst sem forstöðumaður hagdeildar og síðar bankastjóri í 18 ár. Kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur fyrrverandi bankastarfsmanni. Börn þeirra eru Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Arctic Green Energy, í sambúð með Nönnu Margréti Gunnlaugsdóttur viðskiptafræðingi, og Inga Sigrún Jónsdóttir, yfirflugfreyja hjá Icelandair, gift Svala Björgvinssyni, framkvæmdastjóra hjá Sjóvá. Barnabörnin eru sex að tölu.