Kristján litli fór í dýragarðinn og um kvöldið spyr afi hann hvaða dýr honum hafi fundist skemmtilegast að sjá: „Selinn! Af því að hann var líkastur þér!“ Í gestabókinni: „Það var ansi mikið af skordýrum í náttúrunni

Kristján litli fór í dýragarðinn og um kvöldið spyr afi hann hvaða dýr honum hafi fundist skemmtilegast að sjá: „Selinn! Af því að hann var líkastur þér!“

Í gestabókinni: „Það var ansi mikið af skordýrum í náttúrunni. Það væri gott ef þið gætuð losnað við það vandamál áður en við komum aftur!“

Afi gamli er að passa tvíburana. Í baðinu geta þeir ekki hætt að hlæja svo afinn spyr: „Af hverju hlæið þið svona?“ „Mamma og pabbi baða okkur öðruvísi.“ „Hvernig öðruvísi?“ spyr afinn ringlaður. „Helst vilja þau að við förum úr sokkunum og skónum!“

Á litlum flugvelli heyrist í flugstjóranum: „Ég flýg ekki af stað fyrr en búið er að skipta um vél!“ Korteri seinna fer vélin af stað. „Voðalega voruð þið fljót að skipta um vélina!“ segir einn flugfarþeginn við flugfreyjuna, sem svarar: „Skipta um vél? Nei, við skiptum bara um flugstjóra!“

Í kallkerfinu á flugvellinum: „Farþegar í flugi 108 frá London til Parísar geta sótt farangurinn sinn við hlið 4 á flugvellinum í Lissabon!“