Norður ♠ KG108752 ♥ 92 ♦ 10 ♣ ÁK9 Vestur ♠ 96 ♥ K8653 ♦ ÁG85 ♣ 86 Austur ♠ – ♥ D1074 ♦ K7632 ♣ G1052 Suður ♠ ÁD43 ♥ ÁG ♦ D94 ♣ D743 Suður spilar 6♠

Norður

♠ KG108752

♥ 92

♦ 10

♣ ÁK9

Vestur

♠ 96

♥ K8653

♦ ÁG85

♣ 86

Austur

♠ –

♥ D1074

♦ K7632

♣ G1052

Suður

♠ ÁD43

♥ ÁG

♦ D94

♣ D743

Suður spilar 6♠.

„Takk, makker – þú hittir á eina útspilið sem gefur slemmuna.“ Kaldhæðnar athugasemdir af þessum toga heyrast ekki oft í spilasölum nú á dögum tillitssemi og rétthugsunar. „Það má ekkert lengur,“ kvartar Gölturinn, sem lítur á það sem sjálfsögð mannréttindi að skamma makker fyrir minnstu misgjörðir. Og það að gefa slemmu á útspili er engin smá synd og kallar á harða refsingu.

En Gölturinn var fjarri góðu gamni þegar spilið að ofan kom upp hjá BR á þriðjudagskvöldið. Yfirleitt varð suður sagnhafi í 6♠ eftir grandopnun og yfirfærslu. Laufið fellur ekki og því lekur slemman hægt og hljótt niður – nema vestur sé svo ólánsamur að spila út tígulás. Með því móti setur hann austur í þá óþægilegu stöðu að þurfa að valda tígulinn með laufinu. Og það getur hann ekki.

„Ég hefði sennilega ekki getað stillt mig,“ játaði Gölturinn.