Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Morgunblaðið hefur að undanförnu afhjúpað ótrúlegt ástand í leigubílamálum hér á landi. Þar virðist einn helsti vandinn vera sá að sumir þeirra sem þreyta próf til þeirra réttinda að fá að aka leigubifreið komast upp með að svindla á prófinu. Með miklum ólíkindum er að þetta skuli viðgangast en það virðist stafa af tilraunum til að hjálpa útlendingum við að afla sér þessara réttinda en gengur svo langt að engin leið er að vita hvort þeir hafa í raun þá þekkingu sem krafist er – og er þá ekki verið að tala um tungumálaþekkinguna.

Morgunblaðið hefur að undanförnu afhjúpað ótrúlegt ástand í leigubílamálum hér á landi. Þar virðist einn helsti vandinn vera sá að sumir þeirra sem þreyta próf til þeirra réttinda að fá að aka leigubifreið komast upp með að svindla á prófinu. Með miklum ólíkindum er að þetta skuli viðgangast en það virðist stafa af tilraunum til að hjálpa útlendingum við að afla sér þessara réttinda en gengur svo langt að engin leið er að vita hvort þeir hafa í raun þá þekkingu sem krafist er – og er þá ekki verið að tala um tungumálaþekkinguna.

Innviðaráðherra segir aðspurður að það sé „algert lágmark að farið sé að lögum, réttum leikreglum og verklagi og það gildir að sjálfsögðu um leigubílanám eins og annað. Síðan er það hin sjálfstæða eftirlitsstofnun, Samgöngustofa, sem fer með eftirlitið. Það er afstaða mín sem ráðherra.“

Ráðherra bætir því við að ráðuneytið hafi svo eftirlit með sínum stofnunum, en ætla má miðað við vinnubrögðin í leigubílanáminu að herða þurfi upp á því eftirliti, rétt eins og Samgöngustofa hlýtur að þurfa að herða á eftirliti sínu.

Það breytir engu hvort menn telja að leigubílstjórar verði að kunna íslensku eða ekki, þó að það hljóti í það minnsta að teljast æskilegt, allir ættu að geta fallist á að prófsvindl á ekki að líðast. Þá hlýtur að þurfa að kanna hvort þeir sem fengu réttindin með aðstoð í gegnum síma hafi raunverulega þá þekkingu sem krafist er.