Farsæl Juliette Binoche á glæsilegan og fjölbreyttan leikferil að baki.
Farsæl Juliette Binoche á glæsilegan og fjölbreyttan leikferil að baki. — AFP/Alain Jocard
Franska leikkonan Juliette Binoche verður að öllum líkindum næsti formaður Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, EFA, að tillögu stjórnar hennar. Var kosið um formanninn af meðlimum stjórnar EFA og studdu allir kjör Binoche, að því er fram kemur í tilkynningu frá akademíunni

Franska leikkonan Juliette Binoche verður að öllum líkindum næsti formaður Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, EFA, að tillögu stjórnar hennar. Var kosið um formanninn af meðlimum stjórnar EFA og studdu allir kjör Binoche, að því er fram kemur í tilkynningu frá akademíunni. Binoche tekur við af Agniesku Holland sem gegnt hefur formennsku frá árinu 2020. Var hún fyrst kvenna til að gegna því starfi.

Ingmar Bergman var fyrsti formaður EFA, kosinn af meðlimum árið 1989, Wim Wenders tók við af honum 1996 og Holland 2021. Staða formanns er fyrst og fremst heiðursstaða, en Binoche tekur við 1. maí eftir kosningu 4.600 meðlima akademíunnar. Meirihluta atkvæða þarf til að staðfesta kjörið sem mun liggja fyrir í lok apríl. Binoche er ekki aðeins leikkona heldur einnig myndlistarkona og dansari. Hefur hún hlotið fjölda verðlauna, m.a. Óskarsverðlaun, BAFTA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin og Golden Globe.