Drjúgur Elvar Örn Jónsson, hér í leik gegn Austurríki á EM 2024 í janúar, var markahæstur í liði Íslands með sex mörk gegn Grikklandi.
Drjúgur Elvar Örn Jónsson, hér í leik gegn Austurríki á EM 2024 í janúar, var markahæstur í liði Íslands með sex mörk gegn Grikklandi. — AFP/Ina Fassbender
Ísland vann öruggan sigur á Grikklandi, 32:25, í síðari vináttuleik liðanna í handbolta í karlaflokki í Aþenu á laugardagskvöld. Ísland vann 33:22 gegn sama andstæðingi á föstudag og fer því með tvo örugga sigra heim frá Grikklandi

Ísland vann öruggan sigur á Grikklandi, 32:25, í síðari vináttuleik liðanna í handbolta í karlaflokki í Aþenu á laugardagskvöld. Ísland vann 33:22 gegn sama andstæðingi á föstudag og fer því með tvo örugga sigra heim frá Grikklandi.

Í leiknum á laugardag var Ísland sex mörkum yfir í hálfleik, 17:11.

Forskotið hélst svipað allan seinni hálfleikinn. Grikkjum gekk illa að saxa á forskotið á meðan íslenska liðið náði aldrei tíu marka forskoti. Að lokum munaði sjö mörkum á liðunum.

Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyrir Ísland og þeir Elliði Snær Viðarsson og Stiven Tobar Valencia fjögur hvor. Björgvin Páll Gústavsson lék aðeins síðari hálfleikinn og varði níu skot.

Elliði Snær Viðarsson skoraði sitt 100. landsliðsmark í leiknum, í sínum 48. landsleik, og Ágúst Elí Björgvinsson markvörður lék sinn 50. landsleik.