Óvænn þýðir m.a. vonlaus, vonlítill, erfiður. Orðtakið að sjá sitt óvænna þýðir að lítast ekki á blikuna, sjá að það stefnir í óefni. „Loks fór svo, að presturinn varð yfirsterkari, en er draugurinn sá sitt óvænna, rykkti hann horninu af…

Óvænn þýðir m.a. vonlaus, vonlítill, erfiður. Orðtakið að sjá sitt óvænna þýðir að lítast ekki á blikuna, sjá að það stefnir í óefni. „Loks fór svo, að presturinn varð yfirsterkari, en er draugurinn sá sitt óvænna, rykkti hann horninu af tarfinum og sökk niður um flórinn.“ Sem betur fer getur maður stundum bara hætt við.