Mansöngvar og mótettur er yfirskrift tónleika sem Kór Neskirkju heldur í Landakotskirkju annað kvöld, þriðjudag, kl. 20 undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. „Á tónleikunum verða fluttir mansöngvar þar sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki óendurgoldin ást

Mansöngvar og mótettur er yfirskrift tónleika sem Kór Neskirkju heldur í Landakotskirkju annað kvöld, þriðjudag, kl. 20 undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. „Á tónleikunum verða fluttir mansöngvar þar sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki óendurgoldin ást. Höfundar verkanna eru Dowland, Morley, Tomk­ins, Vaughan Williams, Monteverdi, Gesualdo og Atli Heimir Sveinsson. Á undan hverju tónverki verður lesinn texti verksins. Nýjasta mansönginn, „Einskonar ástarljóð“, við ljóð Gyrðis Elíassonar samdi Steingrímur í tilefni tónleikanna. Einnig verða fluttar mótettur eftir Palestrina, Tallis, Scarlatti og Hassler,“ segir í viðburðarkynningu. Miðar eru seldir við innganginn.