Norður ♠ ÁK984 ♥ 3 ♦ G103 ♣ KG65 Vestur ♠ D632 ♥ G974 ♦ D96 ♣ 104 Austur ♠ G75 ♥ 1086 ♦ K742 ♣ Á72 Suður ♠ 10 ♥ ÁKD52 ♦ Á85 ♣ D983 Suður spilar 6♣

Norður

♠ ÁK984

♥ 3

♦ G103

♣ KG65

Vestur

♠ D632

♥ G974

♦ D96

♣ 104

Austur

♠ G75

♥ 1086

♦ K742

♣ Á72

Suður

♠ 10

♥ ÁKD52

♦ Á85

♣ D983

Suður spilar 6♣.

Það er enginn vafi á því að 6♣ er vond slemma. En „vondar slemmur eiga sinn tilverurétt,“ eins og Gölturinn segir gjarnan þegar hann hefur yfirmeldað gróflega – „ekki síst ef þær vinnast.“ Og nú spurningin þessi: Er hægt að vinna 6♣ með tígli út?

Spilið kom upp í sveitakeppni hjá BR í síðustu viku og slemma var sögð á nokkrum borðum. Byrjunin er sjálfgefin: Að drepa á tígulás og henda tíglum blinds í háhjörtu. En hvað á svo að gera? Á að reyna að fría fimmta hjartað og sækja trompið? Eða fría spaðann? Kannski. En samgangurinn er viðkvæmur og lauftía varnarinnar óþægileg. Því er sennilega best að snerta ekki laufið og víxltrompa tvisvar tígul og spaða. Það gengur allt upp og þá er lokaverkið að trompa hjarta með hámanni í borði. Þannig fást sex slagir á tromp og tólf alls.