Hraun Sýni sem tekin voru úr hrauninu fara til Þýskalands til greiningar.
Hraun Sýni sem tekin voru úr hrauninu fara til Þýskalands til greiningar. — Morgunblaðið/Eggert
Vís­inda­menn á veg­um Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands tóku í gær sýni úr jaðri hrauns­ins sem verða svo send til Þýska­lands til grein­ing­ar. Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur og pró­fess­or við Há­skóla Íslands, seg­ir þetta…

Vís­inda­menn á veg­um Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands tóku í gær sýni úr jaðri hrauns­ins sem verða svo send til Þýska­lands til grein­ing­ar. Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur og pró­fess­or við Há­skóla Íslands, seg­ir þetta gert til að ná í upp­lýs­ing­ar um vökv­ann og upp­runa kvik­unn­ar.

Hægt er að nýta þær upp­lýs­ing­ar til að bæta hraun­flæðilíkön.

„Við erum að elt­ast við vökv­a­fræðilega eig­in­leika. Það er, að sjá hvernig sveigj­an­leg­ir eig­in­leik­ar kvik­unn­ar breyt­ast frá upp­tök­um og út í jaðra. Því er svo­lítið stjórnað af gasinu sem er í kvik­unni. Gasið er að rjúka úr henni, mest af því fer úr uppi í gíg­um og svo eft­ir að hún byrj­ar að renna sem hraun. Þá held­ur hún áfram að kólna og það hef­ur áhrif á seigju og aðra vökv­a­fræðilega eig­in­leika,“ seg­ir Ármann.

Tek­in voru fá­ein sýni í gær og verða þau send til Þýska­lands þar sem þau verð greind. hng@mbl.is