Hvítur á leik
Hvítur á leik
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4. Rc3 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3 g6 7. g3 Bg7 8. Bg2 0-0 9. 0-0 He8 10. Bf4 Ra6 11. He1 Bg4 12. e4 Rd7 13. Db3 Rb6 14. Rb5 Rc8 15. Rd2 Rc7 16. h3 Rxb5 17. Dxb5 Dd7. Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar…

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4. Rc3 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3 g6 7. g3 Bg7 8. Bg2 0-0 9. 0-0 He8 10. Bf4 Ra6 11. He1 Bg4 12. e4 Rd7 13. Db3 Rb6 14. Rb5 Rc8 15. Rd2 Rc7 16. h3 Rxb5 17. Dxb5 Dd7.

Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu í Rimaskóla. Dagur Arngrímsson (2.366) hafði hvítt gegn Birni Þorfinnssyni (2.353). 18. Df1! Bh5 19. g4 Bxg4 skárra var að leika 19. … g5. 20. hxg4 Dxg4 21. Bg3 Bxb2 22. Db5! og svartur gafst upp. Í dag fara línur að skýrast á Reykjavíkurskákmótinu sem Kvikubanki styrkir. Fimmta umferð hefst kl. 09.00 og sjötta umferðin hefst kl. 16.00. Eftir þessar tvær umferðir verður ein umferð tefld á dag þar til mótinu lýkur næstkomandi fimmtudag. Teflt er í Hörpu en allar nánari upplýsingar um gang mála má finna á skak.is.