Mývatn Leikskólabörn úr Reykjahlíð voru spennt fyrir dorgveiðinni.
Mývatn Leikskólabörn úr Reykjahlíð voru spennt fyrir dorgveiðinni. — Ljósmynd/Þingeyjarsveit
Nemendur í leikskólanum Yl í Reykjahlíð í Þingeyjarsveit hafa unnið að skemmtilegu verkefni í útikennslu upp á síðkastið en útikennslan er mjög fjölbreytt og stór partur af skólastarfinu, segir á vef sveitarfélagsins

Nemendur í leikskólanum Yl í Reykjahlíð í Þingeyjarsveit hafa unnið að skemmtilegu verkefni í útikennslu upp á síðkastið en útikennslan er mjög fjölbreytt og stór partur af skólastarfinu, segir á vef sveitarfélagsins. Fóru nemendur og kennarar saman að dorga í gegnum ís á Mývatni.

Verkefnið hófst á því að eldri börnin fengu fræðslu um dorgveiði. Því næst útbjuggu hinir ungu veiðimenn dorgir úr náttúrulegum efnivið að eigin vali og undirbjuggu sig fyrir veiðiferð. Flestir völdu sér greinar til að nota í veiðarfæri og máluðu og skreyttu. Leikskólinn auglýsti eftir nokkrum önglum og sökkum sem vantaði og Mývetningar voru ekki lengi að bregðast við og græja það sem upp á vantaði.