Göng Um 500 metra löng og eru langt undir íshellunni.
Göng Um 500 metra löng og eru langt undir íshellunni. — Ljósmynd/Birgitta Björg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Vinna stendur nú yfir við tilfærslu á ísgöngunum í Langjökli ofan við Húsafell. Göngin eru nánar tiltekið í NV-verðum Langjökli, ekki langt frá hábungu jökulsins sem er í 1.355 metra hæð. Hafist var handa við að grafa göngin árið 2015, en þau eru rúmlega 500 metra löng

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Vinna stendur nú yfir við tilfærslu á ísgöngunum í Langjökli ofan við Húsafell. Göngin eru nánar tiltekið í NV-verðum Langjökli, ekki langt frá hábungu jökulsins sem er í 1.355 metra hæð. Hafist var handa við að grafa göngin árið 2015, en þau eru rúmlega 500 metra löng. Vegna hops jökla á tímum loftslagsbreytinga er nauðsynlegt að lagfæra göngin nú og fara þá 100 metra innar á jökulinn. Þessu starfi sinna verktakar úr Borgarfirði svo og starfsmenn frá félaginu sem stendur að göngunum góðu.

Ísgöngin hafa frá allra fyrstu tíð verið sterkt aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Að margra mati er áhrifaríkt að koma á þennan stað. Einnig gefst þarna frábært tækifæri til þess að sjá kviku náttúrunnar, ef svo má segja. Hvernig landið breytist alltaf og endalaust, en hið verklega bras nú er í raun viðbrögð við þeirri þróun. Jökullinn gefur eftir og þá þarf að moka meiri snjó.

„Við hófumst handa við að grafa út ný göng nú í janúarmánuði. Til að ljúka þessu starfi gefum við okkur tímann fram í júní, en þá fer fólki sem hingað kemur mjög að fjölga. Framkvæmdin þokast áfram, hratt og örugglega,“ segir Birgitta Björg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Into the Glacier í samtali við Morgunblaðið.