Guðm. Jónas Kristjánsson
Er Íslendingum sama um þjóðmenningu sína og tungu? Stórt er spurt en það er eðlileg spurning í dag í ljósi þess að eftir 15 til 20 ár verða Íslendingar minnihlutahópur í eigin landi ef fram heldur sem horfir. Vegið er að rótum íslenskrar þjóðmenningar og tungu sem aldrei fyrr, svo ekki sé talað um íslenskt fullveldi og sjálfstæði. Og þá er alfarið horft til íslenskra stjórnmála, sem virðast í æ ríkara mæli vera í engu sambandi við Íslendinginn í dag. Þann sem hefur byggt upp Ísland í þúsund ár, varðveitt þjóðmenningu sína, sögu og tungu, og barist fyrir þjóðfrelsi og fullveldi íslenskrar þjóðar í aldanna rás með stolti og þjóðlegri reisn.
En nú virðist öldin aldeilis önnur. Glóbalismi og fjölmenningarmarxismi virðast hafa náð ærlegri fótfestu í íslenskum stjórnmálum í stað þjóðrækni og þjóðhyggju, með örfáum undantekningum. Og þetta gerist ekki bara sí svona, því þetta er búið að gerast og þróast í þó nokkurn tíma, en aldrei eins ört og nú. Hvað gerðist og hvað/hver stendur á bak við þetta allt? Hér er klárlega um meðvitaða pólitík að ræða. Augljóslega gegn þjóðrækni, þjóðartilveru, sögu, kristinni trú og íslenskri tungu. Íslenska þjóðríkinu. En það sem alvarlegast er, án þess að þjóðin hafi verið nokkurn tímann spurð um slíka pólitík!
Þarf að fara að endurheimta okkar „gamla“ góða Ísland aftur? Íslenska þjóð, íslenska tungu, þjóðmenningu, fullveldi, einfalt, og friðsælt íslenskt þjóðfélag? Tímabær spurning frá fjölmörgum Íslendingum til íslenskra stjórnmálamanna og flokka á Íslandi í dag. Áfram íslensk þjóð. Áfram Ísland.
Höfundur er bókhaldari og fullveldissinni.