Fjöldi úra, sem týndust eða var stolið, rúmlega þrefaldaðist á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Watch Register, stærsta upplýsingabanka heims um úr. Í nýrri skýrslu segir að verðmæti lúxusúra sem stolið var á síðasta ári nemi samtals um 1,9 milljörðum dala, jafnvirði um 260 milljarða króna
Fjöldi úra, sem týndust eða var stolið, rúmlega þrefaldaðist á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Watch Register, stærsta upplýsingabanka heims um úr.
Í nýrri skýrslu segir að verðmæti lúxusúra sem stolið var á síðasta ári nemi samtals um 1,9 milljörðum dala, jafnvirði um 260 milljarða króna. Alls eru um 100 þúsund úr skráð sem stolin eða horfin að mati gagnabankans og fjöldi úrarána á götum úti hefur margfaldast.