Erindi Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur flytur erindi í kvöld.
Erindi Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur flytur erindi í kvöld.
Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur mun fjalla um umhverfisvísindi og þjóðleg fræði í kvöld, 19. mars, kl. 20 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Í tilkynningu segir m.a. að í Suður-Þingeyjarsýslu hafi verið öflugt menningarlíf allt frá miðri 19

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur mun fjalla um umhverfisvísindi og þjóðleg fræði í kvöld, 19. mars, kl. 20 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Í tilkynningu segir m.a. að í Suður-Þingeyjarsýslu hafi verið öflugt menningarlíf allt frá miðri 19. öld og svo sé enn í dag. Rannsóknarsetrið Svartárkot hafi byrjað starfsemi í Bárðardal árið 2007 og staðið að rannsóknum og haldið mörg alþjóðleg námskeið síðan.

Viðar mun tengja saman alþjóðleg umhverfisvísindi og þjóðleg fræði í erindi sínu, að því er fram kemur í tilkynningunni, og segir þar einnig að hann hafi verið virkur í baráttu um náttúruvernd í áratugi.

Aðgangseyrir er kr. 2.000.