Tölfræðirannsókn á gögnum heilbrigðisráðuneytis Hamas um mannfall í stríðinu á Gasasvæðinu bendir til þess að tölur um mannfall þar séu í besta falli óáreiðanlegar. Þar að baki búi ekki raunverulegar upplýsingar um fjölda fallinna, heldur fyrirframgefin reikniregla

Tölfræðirannsókn á gögnum heilbrigðisráðuneytis Hamas um mannfall í stríðinu á Gasasvæðinu bendir til þess að tölur um mannfall þar séu í besta falli óáreiðanlegar. Þar að baki búi ekki raunverulegar upplýsingar um fjölda fallinna, heldur fyrirframgefin reikniregla.

Tölur um fjölda fallinna á Gasa hafa verið nokkuð á reiki, en nefndar hafa verið tölur allt upp í 30 þúsund og yfir, en samkvæmt Hamas eru 70% þeirra konur og börn.

Samkvæmt grein tölfræðiprófessors við Pennsylvaníuháskóla eru tölur um heildarfjölda fallinna íbúa á Gasa og samsetningu þeirra alltof reglulegar til þess að geta endurspeglað rauntölur. Á stríðssvæðum megi vænta mikilla dagsveiflna í fjölda fallinna, en því sé ekki að heilsa í tölum frá Hamas.

Feikihátt hlutfall kvenna og barna í tölum yfir fallna gefi þess utan til kynna að karlar á Gasa hafi nær algerlega sloppið í hernaði liðinna mánaða eða þeir séu allir vígamenn Hamas, en hvorugt standist skoðun.

Margt bendi því til þess að mannfall almennra borgara sé nokkru minna en gert hefur verið ráð fyrir, þó lítið liggi fyrir um raunverulegar tölur. » 13