Norður ♠ ÁK102 ♥ 962 ♦ D109853 ♣ – Vestur ♠ 76 ♥ D8 ♦ – ♣ ÁD10875432 Austur ♠ G853 ♥ ÁKG7 ♦ 764 ♣ G9 Suður ♠ D94 ♥ 10543 ♦ ÁKG2 ♣ K6 Suður spilar 4G

Norður

♠ ÁK102

♥ 962

♦ D109853

♣ –

Vestur

♠ 76

♥ D8

♦ –

♣ ÁD10875432

Austur

♠ G853

♥ ÁKG7

♦ 764

♣ G9

Suður

♠ D94

♥ 10543

♦ ÁKG2

♣ K6

Suður spilar 4G.

„Ég gekk í 500-klúbbinn nýlega,“ skrifar Vigfús Pálsson í tölvubréfi, minnugur þess að Daninn Christian Lahrmann var hársbreidd frá því að öðlast inngöngu í 2000-klúbbinn svokallaða, en inngönguskilyrðin í þann vafasama klúbb eru þau ein að fara 2000 niður. Auðvitað er ekki tiltökumál að fara 500 niður í dobluðu spili, en Vigfús var ekki doblaður og ekki einu sinni á hættunni. Þetta var í keppni hjá eldri borgurum í Reykjavík: Vigfús í suður, Jakob R. Möller í norður, Elín Guðmannsdóttir í vestur og Friðgerður Benediktsdóttir í austur.

Elín var gjafari og opnaði á 3♣ með nílitinn. Jakob kom inn á 3♦, Friðgerður passaði og Vigfús sagði 3G. Elín barðist í 4♣, en Vigfús hélt sínu striki og sagði 4G. Allir pass, hjartadrottning út (!) og vörnin tók ALLA slagina: 500 niður, en ekki alveg toppur í AV því 5♣ unnust dobluð á einu borði (550).