— Morgunblaðið/Eggert
Þegar lesendur Morgunblaðsins fá þetta blað í hendur hafa gerst mikil tíðindi. Klukkan 03:06:21 í nótt var sólin beint yfir miðbaugi jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21

Þegar lesendur Morgunblaðsins fá þetta blað í hendur hafa gerst mikil tíðindi. Klukkan 03:06:21 í nótt var sólin beint yfir miðbaugi jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Breytileiki dagsetninganna stafar aðallega af hlaupárum.