Norður ♠ Á87 ♥ D53 ♦ Á643 ♣ ÁD4 Vestur ♠ 542 ♥ G ♦ DG87 ♣ G9832 Austur ♠ K6 ♥ K987642 ♦ 10 ♣ K107 Suður ♠ DG1093 ♥ Á10 ♦ K952 ♣ 65 Suður spilar 4♠

Norður

♠ Á87

♥ D53

♦ Á643

♣ ÁD4

Vestur

♠ 542

♥ G

♦ DG87

♣ G9832

Austur

♠ K6

♥ K987642

♦ 10

♣ K107

Suður

♠ DG1093

♥ Á10

♦ K952

♣ 65

Suður spilar 4♠.

The Tricky Game heitir skemmtileg bók eftir Skotann Hugh Kelsey (1926-95) þar sem blekkingum og hálfsannleik er óspart beitt til að svíða af mótherjunum slagi í vonlitlum stöðum. Allt innan löglegra og siðlegra marka, auðvitað. Hér er austur tekinn í bakaríið – ekki einu sinni, heldur tvisvar. Norður opnaði á 1♦, austur stökk í 3♥, suður sagði 3♠ og norður hækkaði í 4♠. Hjartagosi út. Sagnhafi lét LÍTIÐ hjarta úr borði í fyrsta slag og tók svo misheppnaða svíningu í spaða. Austur taldi víst að suður hefði byrjað með hjartaásinn blankan og spilaði tígli til baka. Sagnhafi drap á tígulkóng, tók trompin og endaði í borði til að spila litlu hjarta undan drottningunni. Austur dúkkaði skiljanlega og tían átti slaginn. Til að bæta gráu ofan á svart ákvað sagnhafi að klára trompin og senda austur inn á hjarta í lokin til að spila upp í ÁD í laufi!