Fíknivandinn Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir algjört stefnuleysi.
Fíknivandinn Stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir algjört stefnuleysi. — Ljósmynd/Colourbox
Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu

Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Segir Ríkisendurskoðun ennfremur að ekki hafi verið í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum frá því að eldri stefna rann sitt skeið árið 2020. Sú stefna hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og því aldrei komið að fullu til framkvæmdar.

Enginn hefur fulla yfirsýn yfir þann fjölda sem glímir við ópíóíðavanda og misræmis gætir í upplýsingum, segir Ríkisendurskoðun meðal annars.