Norður ♠ 983 ♥ K4 ♦ D9842 ♣ ÁD7 Vestur ♠ D62 ♥ G10973 ♦ G105 ♣ 84 Austur ♠ K1075 ♥ D65 ♦ Á3 ♣ 10962 Suður ♠ ÁG4 ♥ Á82 ♦ K76 ♣ KG53 Suður spilar 3G

Norður

♠ 983

♥ K4

♦ D9842

♣ ÁD7

Vestur

♠ D62

♥ G10973

♦ G105

♣ 84

Austur

♠ K1075

♥ D65

♦ Á3

♣ 10962

Suður

♠ ÁG4

♥ Á82

♦ K76

♣ KG53

Suður spilar 3G.

Sú tækni í vörn að dúkka hnökralaust til að spara innkomu kallar á næmt innsæi og hraða hugsun. Með öðrum orðum – tæknin er aðeins á valdi hinna bestu. Hugh Kelsey segir sögu af spilinu að ofan í bók sinni The Tricky Game. Það kom upp í tvímenningi í London. Þótt Kelsey væri fæddur Skoti bjó hann lengi í Malasíu og var ekki vel þekktur á heimaslóðum. Suður vissi þó hver hann var – höfundur vinsælla varnarbóka – og treysti honum til góðra verka. Kelsey kom út með hjartagosa gegn 3G. Sagnhafi drap í borði, spilaði tígli á kóng og aftur tígli á tíu og drottningu! Austur fríaði hjartað og síðan komst Kelsey inn á tígulgosa til að taka fríslagina.

„Hvers konar bjánaíferð var þetta í tígulinn?“ hvæsti norður, en suður hélt stillingu sinni: „Ég var að spila vestur upp á Á10x.“ „Jahá! Hélstu að þú værir að spila við Terence Reese?“