— Skjáskot/Vefmyndavél mbl.is
Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur tel­ur ekki úti­lokað að eld­gosið við Sund­hnúkagígaröðina geti varað í nokkra mánuði ef raun­in er sú að kvika streymi nú úr dýpra kviku­hólf­inu og upp á yf­ir­borð

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur tel­ur ekki úti­lokað að eld­gosið við Sund­hnúkagígaröðina geti varað í nokkra mánuði ef raun­in er sú að kvika streymi nú úr dýpra kviku­hólf­inu og upp á yf­ir­borð. At­b­urður á borð við jarðskjálfta gæti þó stöðvað eld­gosið fyrr. Önnur sviðsmynd sé að grynnra kviku­geymslu­hólfið und­ir Svartsengi sé enn að tæma sig. Það sé þá að ger­ast yfir lengra tíma en í síðustu þrem­ur eld­gos­um á Reykja­nesskag­an­um.

Kvikan vellur áfram upp úr nokkrum gígum en vegna veðurs og gasmengunar hefur verið erfitt að komast landleiðina að þeim. Veðurstofan telur að dregið hafi úr landrisinu við Svartsengi.