Geir Sveinsson
Geir Sveinsson
Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa komið sér saman um tillögu að starfslokasamningi Geirs. Þetta var tilkynnt í gær á vef bæjarins en tillagan verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar á morgun

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa komið sér saman um tillögu að starfslokasamningi Geirs. Þetta var tilkynnt í gær á vef bæjarins en tillagan verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar á morgun.

Geir var ráðinn bæjarstjóri árið 2022 eftir síðustu kosningar, er nýr meirihluti Framsóknar og listans Okkar Hveragerði tók við. Sjálfstæðismenn fóru úr meirihluta í minnihluta. Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Hveragerði, sagði við mbl.is að starfslok Geirs hefðu ekki komið sér á óvart. Ýmis verkefni hefðu ekki gengið sem skyldi.

Friðrik sagði að stirð samskipti við félagasamtök í sveitarfélaginu, málefni skólphreinsistöðvarinnar, samskipti við heilbrigðiseftirlitið og leikskólamál væru þau mál sem Geir hefði verið gagnrýndur fyrir.