[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýgerðir kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með miklum meirihluta í bæði atkvæðagreiðslum meðal félagsmanna í 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands og í Eflingu. SGS hélt utan um rafræna atkvæðagreiðslu í aðildarfélögunum.Var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða

Nýgerðir kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með miklum meirihluta í bæði atkvæðagreiðslum meðal félagsmanna í 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands og í Eflingu.

SGS hélt utan um rafræna atkvæðagreiðslu í aðildarfélögunum.Var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða. Nei sögðu 12,85% og 4,43% tóku ekki afstöðu.

Alls voru 23.677 félagsmenn í aðildarfélögunum 18 á kjörskrá. Greiddu 4.156 atkvæði og var kosningaþátttakan því 17,55%. Til samanburðar var kjörsókn 12,78% í atkvæðagreiðslu innan 19 aðildarfélaga SGS um Lífskjarasamningana sem gerðir voru 2019.

Samningur Eflingar og SA var samþykktur með yfir þremur fjórðu hlutum atkvæða Eflingarfólks. Já sögðu 2.782 eða 76% þeirra sem greiddu atkvæði en nei sögðu 493 eða 13%. Um 10% skiluðu auðu. Á kjörskrá voru 20.326 félagsmenn og nýttu 3.652 atkvæðisrétt sinn eða tæp 18%. Kjörsóknin var mun meiri en um Lífskjarasamningana árið 2019 en þá var hún rúm tíu prósent.

Aðildarfyrirtæki SA hafa einnig samþykkt samningana fyrir sitt leyti, með rúmlega 96% atkvæða. Kosningaþátttaka var 85%.