Djass Hljómsveit Hróðmars leikur lög af væntanlegri plötu.
Djass Hljómsveit Hróðmars leikur lög af væntanlegri plötu.
Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson kemur fram ásamt hljómsveit sinni og tríóinu Desi Vega í kvöld, fimmtudaginn 21. mars, kl. 20.30. Tónleikarnir eru hluti af röðinni Jazz í Djúpinu, sem haldin er í kjallaranum undir veitingastaðnum Horninu, Hafnarstræti 15

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson kemur fram ásamt hljómsveit sinni og tríóinu Desi Vega í kvöld, fimmtudaginn 21. mars, kl. 20.30. Tónleikarnir eru hluti af röðinni Jazz í Djúpinu, sem haldin er í kjallaranum undir veitingastaðnum Horninu, Hafnarstræti 15.

Hróðmar mun leika lög af komandi plötu sinni Varmahlíð sem var unnin og tekin upp í Hveragerði vorið 2023. Desi Vega er nýtt tríó sem Hróðmar er meðlimur í sem flytur ný frumsamin lög eftir tríóið.

Hljómsveitina skipa auk Hróðmars þeir Birgir Steinn Theodórsson, Elvar Bragi Kristjónsson og Kristofer Rodriguez Svönuson. Tríóið skipa Hróðmar, Birgir Steinn og leynigestur.