Flutningsstarfsemi Samskip hafa aukið flutningsgetu í Eystrasalti.
Flutningsstarfsemi Samskip hafa aukið flutningsgetu í Eystrasalti.
Samskip hafa aukið flutningsgetu félagsins við Finnland og í Eystrasalti með nýrri siglingaleið til og frá borgunum Helsinki í Finnlandi, Riga í Lettlandi og Klaipeda í Litháen. Þannig hefur félagið bætt við tveimur 803 gámaeininga (TEU) skipum á siglingaleiðinni

Samskip hafa aukið flutningsgetu félagsins við Finnland og í Eystrasalti með nýrri siglingaleið til og frá borgunum Helsinki í Finnlandi, Riga í Lettlandi og Klaipeda í Litháen. Þannig hefur félagið bætt við tveimur 803 gámaeininga (TEU) skipum á siglingaleiðinni. Viðbótin kemur í kjölfar stofnunar Samskipa á eigin þjónustu við flutning á stuttum sjóleiðum (e. shortsea shipping) í Eystrasalti á síðasta ári.

Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, segir aukna þjónustu og flutningsgetu félagsins í Eystrasalti fjölga tækifærum þeirra hér á landi sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta á svæðinu. Siglingaleiðin til fyrrnefndra borga liggur til Rotterdam í Hollandi og tengist þannig siglingaleiðinni við Ísland.