Kópavogur Hörðuvallaskóli fremst og fjær Kórinn, sem hýsir Kóraskóla.
Kópavogur Hörðuvallaskóli fremst og fjær Kórinn, sem hýsir Kóraskóla. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í sl. viku, að tillögu sviðsstjóra menntasviðs, tillögur um ráðningu skólastjóra þriggja grunnskóla í efri byggðum bæjarins. Samþykkt var samhljóða að ráða Heimi Eyvindarson í starf skólastjóra Kóraskóla

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í sl. viku, að tillögu sviðsstjóra menntasviðs, tillögur um ráðningu skólastjóra þriggja grunnskóla í efri byggðum bæjarins.

Samþykkt var samhljóða að ráða Heimi Eyvindarson í starf skólastjóra Kóraskóla. Þá var samþykkt að Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir yrði skólastjóri Hörðuvallaskóla og að Margrét Ármann stýrði Lindaskóla og starfinu þar. Skólastjórarnir koma til starfa 1. ágúst nk. sbs@mbl.is