Landsliðsþjálfari Gareth Southgate gæti tekið við Manchester United.
Landsliðsþjálfari Gareth Southgate gæti tekið við Manchester United. — AFP/Justin Tallis
Gareth Southgate, þjálfari karlaliðs Englands í knattspyrnu, er orðaður við stjórastarfið hjá karlaliði Manchester United. Nokkrir enskir miðlar, þeirra á meðal Mirror, Daily Star og Talksport, halda því fram að Southgate sé efstur á óskalista Sir Jims Ratcliffes, nýs minnihlutaeiganda Man

Gareth Southgate, þjálfari karlaliðs Englands í knattspyrnu, er orðaður við stjórastarfið hjá karlaliði Manchester United. Nokkrir enskir miðlar, þeirra á meðal Mirror, Daily Star og Talksport, halda því fram að Southgate sé efstur á óskalista Sir Jims Ratcliffes, nýs minnihlutaeiganda Man. United, sem hefur umsjón með knattspyrnutengdum ákvörðunum innan félagsins. Núverandi stjórinn Erik ten Hag er samningsbundinn til sumarsins 2025.