Fljótin Skíðagöngumótið í Fljótum hefur verið fjölsótt um páskana og vonast mótshaldarar til að snjóleysi muni ekki hefta för í ár.
Fljótin Skíðagöngumótið í Fljótum hefur verið fjölsótt um páskana og vonast mótshaldarar til að snjóleysi muni ekki hefta för í ár.
Eftir nokkurra ára hlé verður Fljótamótið í skíðagöngu haldið um páskana eða nánar tiltekið föstudaginn langa. Hefst mótið kl. 13. Björn Z. Ásgrímsson, einn skipuleggjenda, segir vel við hæfi að halda skíðagöngumót í Fljótum í Skagafirði, „í…

Eftir nokkurra ára hlé verður Fljótamótið í skíðagöngu haldið um páskana eða nánar tiltekið föstudaginn langa. Hefst mótið kl. 13.

Björn Z. Ásgrímsson, einn skipuleggjenda, segir vel við hæfi að halda skíðagöngumót í Fljótum í Skagafirði, „í þessari snjóþungu sveit með langa sögu skíðaiðkunar,“ bætir hann við en fyrsta skíðamót sem haldið hefur verið hér á landi fór fram í Fljótum árið 1903.

Fljótamótið er hugsað fyrir alla aldursflokka. Fyrir yngstu þátttakendur eru í boði vegalengdirnar 1 km og 2,5 km en 5, 10 og 20 km fyrir þá eldri. Að sögn Björns er svo val um fjölda leiða sem eigi að henta börnum og fullorðnum á öllum aldri.

Rásmarkið verður við Brúnastaði, spölkorn frá félagsheimili Fljótamanna á Ketilási þar sem afhending keppnisgagna fer fram kl. 11-12. Að loknu móti er keppendum boðið upp á veitingar á Ketilási og dregnir verða út veglegir happdrættisvinningar úr númerum keppenda. Yngri keppendur fá páskaegg og viðurkenningu. Veitingsala er einnig í boði fyrir aðra gesti. Björn segir mótshaldara eiga von á góðum fjölda þátttakenda eins og áður. Því sé gott að skrá sig sem fyrst því hámarksfjöldi miðast við 150 keppendur.

Hægt er að skrá sig á www.fljotin.is eða www.netskraning.is.