Alltaf hlýnar manni við að opna fjölmiðil og sjá orðasamband sem á í vök að verjast, jafnvel þótt það sé að ala á ótta! Að ala á e-u merkir að örva það, magna eða ýta undir það

Alltaf hlýnar manni við að opna fjölmiðil og sjá orðasamband sem á í vök að verjast, jafnvel þótt það sé að ala á ótta! Að ala á e-u merkir að örva það, magna eða ýta undir það. Leitt er frá því að segja að sjaldan sést alið á neinu ánægjulegu, oftast er það tortryggni, öfund, hatur, óánægja. Gaman að sjá það samt.