Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi var rauðglóandi eftir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í gær um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Er þetta í fjórða skiptið í röð sem nefndin ákveður að vextir verði óbreyttir

Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi var rauðglóandi eftir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í gær um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Er þetta í fjórða skiptið í röð sem nefndin ákveður að vextir verði óbreyttir. Verðbólga minnkaði lítillega í febrúar og mældist 6,6% eða vel yfir verðbólgumarkmiði sem er 2,5%. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að þar sem verðbólguvæntingar séu einnig yfir markmiði gæti það bent til þess að verðbólga verði áfram þrálát.

Gengi nær allra félaga lækkaði í Kauphöllinni í gær. Viðmælendur Morgunblaðsins á markaði segja að ekki þurfi að rekja lækkunina til ákvörðunar um óbreytta vexti heldur þess hvaða tón kvað við í skýringum Seðlabankans. Þar bendi bankinn á að hagvöxtur hafi verið meiri á síðustu árum en fyrri tölur bentu til og spennan í þjóðarbúinu því meiri en áður var talið. Þykir það til marks um að Seðlabankinn meti það sem svo að enn þurfi að kæla hagkerfið.