Maccabi Eran Zahavi sækir að marki Breiðabliks á Kópavogsvelli í nóvember þar sem hann skoraði sigurmark ísraelska liðsins, 2:1.
Maccabi Eran Zahavi sækir að marki Breiðabliks á Kópavogsvelli í nóvember þar sem hann skoraði sigurmark ísraelska liðsins, 2:1. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Útlit er fyrir að fjórir leikmenn frá Maccabi Tel Aviv, sem léku gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni í fótbolta í vetur, verði í byrjunarliði Ísraels gegn Íslandi í umspilsleiknum í Búdapest í kvöld

Útlit er fyrir að fjórir leikmenn frá Maccabi Tel Aviv, sem léku gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni í fótbolta í vetur, verði í byrjunarliði Ísraels gegn Íslandi í umspilsleiknum í Búdapest í kvöld.

Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum verður framherjinn reyndi Eran Zahavi fremsti maður, Dor Turgeman og Dor Peretz á miðjunni og Roy Revivo vinstri bakvörður. Zahavi er markahæstur í sögu ísraelska landsliðsins með 34 mörk í 73 leikjum en hann skoraði í báðum leikjum Maccabi gegn Breiðabliki í vetur, sigurmarkið í seinni leiknum á Kópavogsvelli.

Ísraelar sakna síns besta manns, Manors Solomons frá Tottenham, en hann gekkst undir aðgerð á hné í vikunni.

Oscar Gloukh, 19 ára kantmaður Salzburg í Austurríki, verður í byrjunarliðinu en hann þykir gríðarlegt efni og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu 11 landsleikjum sínum.