Prinsessa Katrín lá inni á The London Clinic í tvær vikur í janúar.
Prinsessa Katrín lá inni á The London Clinic í tvær vikur í janúar. — AFP/Hannah McKay
Bresku eft­ir­lits­stofnuninni um upp­lýs­inga­mál (ICO) hefur borist tilkynning um að grunur leiki á að brotist hafi verið inn í sjúkraskrá á The London Clinic. Greint var frá því á þriðjudag að spítalinn hefði nú til rannsóknar hvort starfsmaður…

Sonja Sif Þórólfsdóttir

sonja@mbl.is

Bresku eft­ir­lits­stofnuninni um upp­lýs­inga­mál (ICO) hefur borist tilkynning um að grunur leiki á að brotist hafi verið inn í sjúkraskrá á The London Clinic. Greint var frá því á þriðjudag að spítalinn hefði nú til rannsóknar hvort starfsmaður spítalans hafi reynt að lesa sjúkraskrá Katrínar prinsessu af Wales, án heimildar.

Heilbrigðisráðherra Bretlands, Maria Caulfield, sagði í útvarpsviðtali í gær að hennar skilningur á málinu væri sá að spítalinn hefði óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn á mögulegu broti. Lundúnalögreglan sagði þó í tilkynningu henni hefði ekki borist beiðni um slíkt.

„Þú mátt ekki skoða sjúkra­skrár nema þú haf­ir ann­ast sjúk­ling­inn, eða hann hafi gefið þér heim­ild til þess að skoða sjúkra­skrána. Minn skiln­ing­ur er sá að óskað hafi verið eft­ir aðkomu lög­reglu,“ sagði Caulfield.

Að minnsta kosti einn starfsmaður er sagður hafa verið grip­inn við að reyna að opna sjúkra­skrá prins­ess­unn­ar.

Prinsessan lá inni á spítalanum í tvær vikur í janúar í kjölfar aðgerðar á kviðarholi.

Höf.: Sonja Sif Þórólfsdóttir